Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glæsileg árshátíðarsýning

Það er heilmikið mál að setja upp árshátíð Glerárskóla. Breyta þarf íþróttahúsi í glæsilegan hátíðarsal. Handtökin eru óteljandi en þegar margar vinnufúsar hendur leggja hönd á plóg og við bætast listrænir hæfileikar nemenda getur útkoman ekki orðið annað en góð.

Mikill metnaður er hjá nemendum og kennurum við að æfa og sviðsetja leikrit, söngva og dansa en það er mál manna að sýningin í ár sé afar vel heppnuð.

Gestir voru farnir að streyma í salinn upp úr klukkan 16.30. Margir gáfu sér góðan tíma til þess að skoða listaverk nemenda, teikningar og ljóð sem send voru inn í myndlistar- og ljóðakeppni skólans.

Fyrsta árshátíðarsýning nemenda Glerárskóla hóst á slaginu klukkan 17.00 þegar nemendur í fyrsta bekk stóðu á sviðinu og sungu Bíólagið með Stuðmönnum með miklum tilþrifum.

Í dag  eru tvær árshátíðarsýningar í Glerárskóla, sú seinni hefst kl. 19.30. Ein sýning er að morgun klukkan 15.30. Á milli sýninga í dag og eftir sýningu morgundagsins verður kaffisala/kökuhlaðborð verður á vegum 10. bekkinga. Verð kr. 1.000 en 500 kr. fyrir börn yngri en 6 ára.

Sýningin á morgun hefst klukkan 15.30 og að henni lokinni hefjast árshátíðarböll nemenda. Allur ágóði sýninga og árshátíðar fer í að greiða niður skólaferðalög og vettvangsferðir nemenda.