Fræðandi fyrirlesarar eru auðfúsugestir. Þeir opna augu okkar fyrir hlutum við höfum ef til vill ekki leitt hugann að.
Á föstudaginn kom Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir í heimsókn og nemendur á unglingastigi hlustuðu af athygli á fyrirlesturinn hennar um femínisma, enda stutt í þemadaga þar sem fjallað verður um jafnrétti í víðasta skilningi þess orðs.
Í gær kom Sigga Dögg kynfræðingur í rafræna heimsókn. Vegna sóttvarna gat hún ekki verið með okkur í eigin persónu en fjarfundabúnaðurinn kom að góðum notum og tengdi Siggu Dögg við fróðleiksfúsa 10. bekkinga.