Þrátt fyrir afleita veðurspá og að rauð veðurviðvörun hafi verið gefin út fyrir Akureyri um kl. 10 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, er enn gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar Akureyrarbæjar verði opnir á morgun.
Ef aðstæður breytast og kennsla fellur niður mun sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar vera í sambandi við lögreglu og koma tilkynningu til útvarpsstöðva RÚV og Bylgjunnar ef kennsla fellur niður. Gert er ráð fyrir að fyrsta tilkynning þar að lútandi verði flutt í fréttum kl. 7 að morgni.
Ef skólahald hefur ekki verið fellt niður en veður er tvísýnt verða foreldrar sjálfir að meta hvort óhætt sé að senda barn í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann ef aðstæður eru þess eðlis. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það í síma eða með tölvupósti til skólans en starfsfólk verður mættur til að taka á móti þeim börnum sem kunna að mæta ef upplýsingar um lokun hafa ekki náð til foreldra að morgni.
Upplýsingar um skólahald á Akureyri vegna óveðurs eða ófærðar má finna hér.