Lífið gengur sinn vanagang í Glerárskóla þessa da
ga sem aðra. Nemendur eru yfirleitt áhugasamir fyrir verkefnunum sem lögð eru fyrir þau. Sumir, sérstaklega nemendur á unglingastigi, kjósa að koma sér fyrir utan kennslustofunnar til að vinna enda oft gott að skipta um umhverfi þegar glímt er við flókin verkefni.


