Krakkarnir í sjöunda bekk nutu þessa að leika sér upp á Hömrum í morgun. Þau gerður sér lítið fyrir og hjóluðu þangað og léku sér sem mest þau máttu. Eftir bátsferðir og þrautabrautir var farið í jakahlaup og það tókst nú „svona og svona,“ eins og sagt er. Margir urðu blautir, rennandi blautir en brostu af gleði. Þeim var ekki kalt, „bara gaman kalt,“ sagði einn nemandinn.
Á sama tíma fór fyrsti bekkur í óvissuferð. Þau enduðu heima hjá kennaranum sínum þar sem öllum var boðið upp á ís!