Kennsla hóst á mínútunni 8.15 í morgun, fyrsta kennsludag skólaársins. Það mátti finna spennu liggja í loftinu, líka tilhlökkun og smá óvissu hjá þeim yngstu sem í dag tóku fyrstu skrefin sín sem grunnskólanemendur.
Það er óhætt að segja að dagurinn hafi gengið vel. Gaman var að sjá nemendur gleðjast yfir endurfundum og nýnemarnir okkar litlu fengu glimrandi góðar móttökur og koma vonandi öll full tilhlökkunar í skólann að nýju.
Nú er rútínan tekin við og fjölbreytt skemmtileg, krefjandi og skemmtileg verkefni bíða okkar.