Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fyrsti skóladagurinn

Kennsla hófst samkvæmt stundaskrá hjá nemendum á yngsta- og miðstigi í morgun. Nemendur á unglingastigi verða í Rósinborg í vetur, eins og fram hefur komið. Þar af leiðir eru nemendur í sjöunda bekk eru elstir í Glerárskóla og því fyrirmyndir yngri nemenda í einu og öllu.

Skemmtilegt var að fylgjast með yngstu nemendunum mæta í skólann í morgun. Sumir gengu óhikað að stofunni sinni, fóru út yfirhöfnum og fengu sér sæti. Aðrir fóru sér hægar, stilltu sér jafnvel upp svo pabbi eða mamma gætu tekið af þeim mynd við inngang skólans. Mörgum þótti betra að fá fylgd að kennslustofunni.

Já, það er mjög stór áfangi í lífinu þegar skólagangan hefst og því voru allir fullir eftirvæntingar og það var ekki laust við að sumir foreldrarnir væru jafn spenntir og börnin, eins og skiljanlegt er.