Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fyrsti skóladagurinn!

Í dag var fyrsti kennsludagur skólaársins og það var gaman að sjá ganga og kennslustofur fyllast af lífi. Dagurinn var sérlega spennandi og skemmtilegur hjá nemendum í fyrsta bekk sem hófu skólagöngu sína í dag. Börnin eru búin að sitja og læra í skólastofunum sínum, fara í skólasund, vera úti í frímínútum, fá sér að borða í mötuneytinu, fara á klósettið og vera bæði stillt og prúð. Já, það er töluverð vinna að vera í skóla og fóta sig í nýju umhverfi.

Meðfylgjandi mynd er af öðrum af tveimur fyrstu bekkjum skólans og það er ekki annað að sjá en þau séu kát með upplifun dagsins.