Það var létt yfir öllum í dag, nemendum skólans og starfsfólki, enda hálfgerður hátíðisdagur; fyrsti kennsludagur vetrarins.
Mest var eftirvæntingin hjá nemendum fyrsta bekkjar enda stórt skref að stíga inn í grunnskóla í fyrsta skipti, en krakkarnir báru sig vel og tilhlökkunin skein úr augum þeirra.
Nemendur á unglingastigi fá útikennslu þessa viku meðan beðið er eftir því að vinna við d-álmu skólans lýkur. Í morgun fór allt unglingastigið í Kjarnaskóg. Þar voru bekkjarfundir haldnir undir berum himni áður en nemendum var skipt upp í hópa sem leystu saman margvíslegar þrautir. Að lokum voru grillaðar pylsur og allri fóru sáttir heim.