Eftir vel heppnaðan skipulagsdag í gær tók starfsfólk Glerárskóla á móti nemendum í morgun, fyrsta kennsludag ársins.
Það mátti sjá stírur í nokkrum augum og einhverjir töluðu um að erfitt hafi verið að vakna í morgun en flestir, gott ef ekki allir, voru ánægðir með að skólinn væri hafinn og reglufestan tekin við. Það er líka óskaplega gott að kennslan hefjist nú aftur samkvæmt stundaskrá á öllum aldursstigum. Við erum full bjartsýni og áfram er farið eftir ströngustu sóttvarnareglum í skólanum.