Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fyrsti í árshátíð!

Það er hátíðarstemning í Glerárskóla og spennan liggur í loftinu. Fyrstu tvær árshátíðarsýningar nemenda verða í dag og skólinn er kominn í sparifötin.

Sýningarnar í dag hefjast klukkan 17.00 og 19:30. Verð á sýningar er kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri, kr. 1.000 fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn undir skólaaldri. Hægt er að greiða með peningum eða korti. Við mælum með því að foreldrar taki ekki ung börn með sér á sýningarnar.

Vegna ástandsins í samfélaginu viljum benda forráðamönnum á að meðan á sýningu stendur verður ráp inn og út úr íþróttasal ekki leyft. Einnig bendum við á að fólk haldi hópinn og fari ekki út fyrir sína kúlu.

Gengið verður inn um aðalinngang Glerárskóla en þegar farið er út að lokinni sýningu verður gengið út um aðalinngang íþróttahúss. Á tengigangi verða fjórar miðasölustöðvar og biðjum við fólk að virða fjarlægðartakmörk og muna eftir andlitsgrímum. Gestum verður vísað og raðað í sal en fullorðnir eru beðnir að skrá nafn, kennitölu og símanúmer á miða og afhenda í miðasölu. Sá sem fer fyrir hópnum verður skráður á keyptan aðgöngumiða og skilar honum við inngöngu í sal. Á tengigangi er sýning á listaverkum og ljóðum nemenda skólans sem hægt er að njóta á leið inn í sal.