Það var gaman að taka á móti brosandi nemendum í morgun. Það var greinilegt að margir voru komnir í þörf fyrir daglegu rútínuna sína og námið, bæði verklegt og bóklegt.
Í Glerárskóla eru áherslur lagðar á að nemendur sinni persónulegum sóttvörnum og starfsemi skólans tekur mið af sóttvarnarreglum, eins og þær eru á hverjum tíma.
Frá og með deginum í dag er matsal skólans skipt í þrjú hólf og þess gætt að aldrei séu fleiri en fimmtíu nemendur að matast í hverju hólfi á sama tíma og sjálfsafgreiðsla á mat hefur verið aflögð tímabundið. Krakkarnir fengu því grænmetisbuffin sín á disk með rjúkandi hrísgrjónum og brakandi fersku grænmeti.