Fyrsta vika skólaársins var hreint út sagt ljómandi góð. Veðrið lék heldur betur við okkur og kennarar sinntu útikennslu af miklum krafti. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar nemendur í sjötta bekk fóru í siglingu með Húna II og lærðu þar heilmikið um lífríki sjávarins. Þá má einnig sjá myndir frá því að unglingastigið fór í hópeflisferð í Kjarnaskóg. Þar leystu þau nokkur verkefni og skemmtu sér konunglega í blíðunni. Á sama tíma fór sjöundi bekkur út í Krossanesborgir þar sem þau veiddu margvíslegar pöddur í Hundatjörn. Smádýrin eru geymd í vatni og verða síðan rannsökuð í líffræðitímum nú á haustdögum.