Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fyrirmyndarfólk


Fræðsluráð Akureyrar veitti viðurkenningar sínar í gær og tveir úr Glerárskóla voru í hópi þeirra sem heiðurinn hlutu, þau Viktor Bjarnason, nemandi í 10. bekk og Brynja ritari.

Viktor Bjarnason hefur sýnt hefur miklar framfarir í námi síðustu árin. Hann er glaður og hefur skemmtilega sýn á lífið og tilveruna. Hann hefur marga kosti til að bera, er hugmyndaríkur, mikill húmoristi og kemur oft með óvænt sjónarhorn á umhverfi og atburði. Viktor er mikill vinur vina sinna og hefur á undanförnum árum tekið mjög miklum framförum í félagslegum samskiptum og lífsleikni.

Brynja hefur verið starfsmaður Glerárskóla allt frá árinu 2002, fyrst sem stuðningsfulltrúi en frá árinu 2005 hefur hún starfað sem ritari Glerárskóla. Brynja er hjarta og sál skólans. Hún er vakin og sofin allt árið fyrir því sem kemur skólanum, nemendum hans og starfsfólki til góða. Nemendur leita til hennar varðandi allt sem á bjátar en einnig þegar vel gengur. Brynja er óspör á jákvæða endurgjöf til allra, skapar gleðilegt andrúmsloft þar sem hún fer og nemendur segja að hún viti allt. Hún er alltaf boðin og búin til að rétta hjálparhönd og létta öðrum lífið með glaðlyndi sínu og jákvæðni.