Mjög mörg fóru þreytt heim eftir langan, erfiðan en skemmtilegan dag í Glerárskóla. Nemendur skólans settu árshátíðarsýninguna sína upp í tvígang fyrir troðfullu húsi og ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér vel, nemendur og gestir.
Fjörið heldur áfram í dag en þá verður tilkynnt hvaða nemendur fá viðurkenningu fyrir myndlist, ljóðagerð og ástundun íþrótta. Síðan verður lokasýningin klukkan 15.30. Þá taka árshátíðarböllin við og þá verður fjör og taumlaus gleði!