Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frumvarp til laga um herskyldu á Íslandi

Lýðræðislestin kom við í Glerárskóla í gær. Helga Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Alþingi Íslands kom í heimsókn til nemenda í 10. bekk og kynnt störf, tilhögun og skipulag Alþingis.

Nemendunum var skipt í fjóra stjórnmálaflokka og flokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu. Krakkarnir þurftu að setja sig inn í stefnumál flokkanna sem þeir tilheyrðu og síðan var tekið til umræðu frumvarp til laga um herskyldu á Íslandi.

Umræðurnar voru ansi líflegar en þær fóru fram samkvæmt fundarsköpum Alþingis. Frumvarpið var ekki samþykkt.