Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frjálsar íþróttir og löng helgi

Vikan sem nú er að líða var sannkölluð íþróttavika hjá nemendum okkar á miðstigi. Þá kepptu bekkirnir í frjálsum íþróttum við nemendur í hinum skólunum hér á Akureyri. Keppt var í hlaupum, stökkum, spjótkasti og reiptogi.

Ungmennafélag Akureyrar skipulagði mótið sem var bæði einstaklings- og liðakeppni. Fimmti- og sjötti bekkur Glerárskóla lentu í þriðja sæti og tíu fremstu keppendurnir í hverri grein fengu verðlaun, boð um að æfa frjálsar íþróttir án endurgjalds í einn mánuð í sumar hjá UFA. Í þeim hópi voru þó nokkrir nemendur Glerárskóla.

Komandi helgi er löng því skólafrí er mánudaginn 20. maí, annan í hvítasunnu.