Staðfesting á forskráningu í Frístund fer fram þriðjudaginn 15. ágúst frá kl. 10.00- 15.00. Þá þarf að koma upp í Glerárskóla og skrifa undir dvalasamninginn. Ef fólk kemst ekki á þessum tíma þá þarf að hafa samband við forstöðukonu símleiðis eða í tölvupósti. Gefa þarf upp fjölda tíma sem óskað er eftir í vistun og hvaða tíma óskað er eftir. Ef þið eruð ekki viss með tímann er nóg að byrja á að gefa upp fjölda tíma sem óskað er eftir yfir mánuðinn og svo má raða því niður eftir þörfum seinna. Lágmarksfjöldi tíma yfir mánuðinn eru 20 kl. stundir. Sími Frístundar er 4611253 og netfang heidahronn@akmennt.is