Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frístund

Börn í 1. til 4. bekk eiga kost á dvöl í Frístund eftir skólatíma dag hvern til kl. 16:15. Frístund er hluti af skólastarfinu og fylgir stefnu skólans.

Markmið Frístundar

  • Að börnunum líði vel í frístund og séu ánægð.
  • Að börnin komi vel fram hvert við annað.
  • Að börnin séu í öruggri gæslu.
  • Að góð samvinna sé milli heimila, skóla og frístundar.
  • Að tómstundastarfið sem börnin taka þátt í þroski félagsfærni þeirra og auki sjálfsvirðingu þeirra og sjálfstraust.

Skráning
Skráning í Frístund fer fram í viðverukerfinu Völu. Opnað er fyrir skráningar í maí og stendur
skráning til 20. ágúst. Forskráning fer fram á vorin. Ef nemendur eru ekki forskráðir í
Frístund er ekki öruggt að pláss sé laust fyrr en 1. október.

Gjaldskrá frá 1. janúar 2025
Leiðbeiningar um hvernig sótt er um tekjutengdan afslátt á frístundagjöldum má finna neðst á þessari síðu.

Innheimta fer í gegnum innheimtukerfi bæjarins. Systkinaafsláttur gildir á milli frístunda, leikskóla og dagmæðra. Staðfest skráning gildir út allt skólaárið. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á skráningu er 1 mánuður. 

Starfsfólk Frístundar skólaárið 2024-2025

Heiða Hrönn Theodórsdóttir umsjónarmaður
Sigurlaug Jónsdóttir
Kristjana Kristjánsdóttir
Marian-Sorin Dan
Viktor Örn Valdimarsson
Sigurður Óli Þorvaldsson
Agnes Brá Baldvinsdóttir

 

Upplýsingar

  • Daglegur opnunartími Frístundar er frá 13:15-16:15. Á sérstökum frídögum til dæmis í páska og jólafríum er frístund opin frá 8:00-16:15. Á hverju skólaári er Frístund lokuð sem svarar þremur dögum vegna samstarfsfunda og koma þeir dagar fram á skóladagatali Glerárskóla.
  • Á löngum dögum þegar Frístund er opin allan daginn og á þeim dögum sem ekki er hefðbundin kennsla gildir föst skráning ekki og þá þarf að skrá barnið á þá daga. Fyrir þessa daga þarf að skrá nemanda í lengda viðveru í kerfinu Völu fyrir 20. næsta mánaðar á undan. Umsjónarmaður sendir póst þegar búið er að opna fyrir þær skráningar. Þessir dagar eru merktir á skóladagatalinu. Þá daga þurfa nemendur að koma með nesti fyrir morgunhressingu. Í boði að kaupa hádegismat og síðdegishressingu. 
  • Ef að börnin æfa íþróttir sem að frístundafólk á að senda börnin í skal það koma fram á umsóknarferlinu inn á Völu. Klukkan hvað æfingarnar byrja og hvar æfinginn fer fram. 
  • Hægt er að senda breytingabeiðni á vistunartíma í gegnum Völu. Best er að senda þessa beiðni fyrir 20. hvers mánaðar en þá kemur reikningurinn réttur mánuðinn á eftir.
  • Veikindi, frí og önnur forföll þarf að tilkynna í Frístund í síma 461 1253 eða til ritara skólans í síma 461 2666. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang umsjónarmanns
  • Ef um breyttan áður skráðan tíma er að ræða er hægt að senda börnin með skrifleg skilaboð, t.d. ef þau eiga að fara fyrr heim eða heim með vini. Leyfi til þess þurfa að koma frá foreldrum/forráðamönnum.

Sími Frístundar eru 461 1253 og 698 3114. Netfangið er heidahronn@akmennt.is

Umsóknarvefur Völu fyrir Frístund, nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil.

Stefna um frístundaheimili í Grunnskólum Akureyrarbæjar

Hér er slóð á youtube myndband á ensku um umsóknarferlið í Völu.

Enska – Frístund – Leiðbeiningar – Skráning í íþróttir og frísundastarf – YouTube

Leiðbeiningar til að sækja um tekjutengdan afslátt á frístundagjöldum.
Ferð inn á þjónustugáttina á akureyri.is velur umsóknir, þar næst Leik- og grunnskólar –
umsóknir ofl. og velur þar Beiðni um afslátt af leikskóla- og frístundagjöldum. Þar
þarftu að fylla inn í viðkomandi eyðublað. Athuga að það þarf að skila inn skattaframtali
ársins 2023 í umsókninni (vegna skatttekna 2022), nýjasta framtalinu. Því þarftu að vera
búin að sækja það fyrirfram sem viðhengi (pdf-skjal) til að geta skila upplýsingunum, sem
og fyrir maka ef það á við. Einnig þarf að fylla inn í tvo reiti úr niðurstöðum skattframtalsins
í formið og þar af leiðandi er ekki þægilegt að gera þetta í gegnum farsíma.

English 
Applications are made on the Þjónustugátt at akureyri.is, see instructions below.
You have to log into the þjónustugáttin at akureyri.is, there you choose umsóknir,
than Leik- og grunnskólar – umsóknir ofl. and finally Beiðni um afslátt af leikskóla-
og frístundagjöldum. There you have to fill out the form.
Notice that you have to have the copy (pdf file) from your last tax return and your spouce
from rsk.is and attach it with the application. You also have to fill in two fields from your tax return and put it in your application. Attention: it is easier to apply using a computer than a
cellphone.