Fyrsti maí er almennur frídagur og því verður engin skóli á morgun (föstudag). Engin kennsla verður í Glerárskóla mánudaginn 4. maí því þá er starfsdagur sem nýttur verður til að færa starfsemina sem verið hefur í D-álmu á þá staði sem hún verður til skólaloka. Frístund verður einnig lokuð á mánudaginn. Kennsla hefst síðan að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. maí.
Forráðamönnum nemenda hefur verði send bréf með upplýsingum um breytingarnar á D-álmu og framkvæmdir á skólalóðinni. Til þess að allt gangi vel þessa fáu daga sem eftir eru af skólaárinu er mjög mikilvægt að sýna tillitssemi og fara í hvívetna eftir þeim umgengisreglum sem settar hafa verið. Ræðum það við börnin okkar.