Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Freyja og Emilía keppa fyrir skólans hönd

Nemendur úr sjöunda bekk Glerárskóla sýndu í morgun hversu snjallir upplesarar þeir eru, en þá kepptu þeir sín á milli um hver verður fulltrúi skólans í lokakeppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, sem fram fer þriðjudaginn 18. mars næstkomandi.

Greinilegt var á frammistöðu nemenda í morgun að margir þeirra hafa lagt sig fram að undanförnu undir styrkri handleiðslu kennara sinna, Elínar Elísabetar Magnúsdóttur og Ernu Kristínar Kristjánsdóttur.

Alls kepptu fimmtán nemendur um að vera í fulltrúar skólans í lokakeppninni og þriggja manna dómnefnd fékk það erfiða hlutverk að velja sigurvegarana. Dómnefndin var skipuð Fríðu Pétursdóttir, ÍSAT verkefnastjóra í Glerárskóla, Guðrúnu Hönnu Sigurjónsdóttur íslenskukennara og Dagnýju Davíðsdóttur frá Amtsbókasafninu.

Dómnefndin valdi Freyju Mist Tryggvadóttur og Emilíu Hildi Teahtinen til að vera fulltrúar Glerárskóla í lokakeppni Upphátt.