Í næstu viku, nánar tiltekið þriðjudaginn 8. nóvember n.k., er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Glerárskóli hefur um árabil tekið þátt í þessum degi meðal annars með því að mynda vinakeðju utan um skólann.
Við munum að þessu sinni gera okkar besta til að keðjan nái alla leið og biðlum því til þeirra forráðamanna sem sjá sér fært að aðstoða okkur að láta sjá sig og vera með.
Vinakeðja Glerárskóla verður mynduð þriðjudaginn 8. nóvember kl. 9:20.
Hjálpumst að og tökum þátt í baráttunni gegn einelti.
Þetta og fleira má lesa í fréttabréfi til forráðamanna í Glerárskóla.