„Hvað ætlar þú að verða væni, voða ertu orðinn stór,“ var sungið um árið og ef til vill enn. Það er hins vegar frekar óeðlilegt að allir séu með það á hreinu í grunnskóla hvað þeir ætla sér að verða. Það er hins vegar nauðsynlegt fyrir nemendur í 10. bekk að fara að gera upp hug sinn hvað varðar námið næsta vetur. Þess vegna stormaði hópurinn á kynningu hjá Menntaskólanum á Akureyri og eru vonandi einhverju nær um það sem þar í boði.
Hér má sjá myndir frá heimsókninni.