Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Framkvæmdum frestað

Síðdegis í gær, 24. maí, bárust okkur þær fréttir að ekki hefði náðst saman með tilboðsaðilum og Akureyrarbæ vegna útboðs í endurbyggingu á A-álmu Glerárskóla.

Því miður frestast þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru og ekkert verður af flutningum í Rósenborg fyrir byrjun næsta skólaárs, eins og áætlað var. Enn er verið að vinna að því að fá framkvæmdaaðila í verkið en óvíst er hvenær það tekst.

Við munum því breyta um stefnu og gera ráð fyrir að öllum nemendum verði kennt hér í skólanum á komandi skólaári en látum að sjálfsögðu vita um leið og eitthvað breytist.