Dagana 11. – 13. maí sl. fór 10. bekkur í sitt árlega skólaferðalag. Stefnan var tekin á Snæfellsnes þar sem hópurinn átti frábæra daga við ýmiss konar afþreyingu og fræðslu. Gist var að Hofi í Staðarsveit þar sem Laila og Sigurður sáu um að vel færi um alla. Nóg var við að vera þessa daga þar sem m.a var farið með snjótroðara á topp Snæfellsjökuls, í ævintýrasiglingu og sund á Stykkishólmi, hellaskoðun í Vatnshelli og kraftakeppni á Djúpalónssandi. Á leiðinni heim stoppaði hópurinn í Skagafirði þar sem farið var í rafting í Vestari-Jökulsá. Nemendur voru til fyrirmyndar í ferðinni og allir skiluðu sér þreyttir en heilir heim.