Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fræðandi heimsókn til nemenda í sjöunda bekk

Fulltrúi Rauða krossins heimsótti nemendur í sjöunda bekk nú í morgun. Krakkarnir eru um þessar mundir að velta fyrir sér hnattrænu jafnvægi.

Heimsóknin var mjög fræðandi en nemendurnir lærðu um ýmislegt sem Rauði krossinn fæst við, svo sem fatasöfnunina og stuðning við þá sem minna mega sín hérlendis sem erlendis, aðstoð við flóttafólk, mikilvægi mannréttinda, skyndihjálp, margvísleg námskeið, hjálparsímann og hjálpsemi almennt, því það skiptir máli að hjálpa öllum þeim sem eru í kringum okkur.

Heimsóknin í dag tengist vinnu krakkana á margvíslegan hátt því þau eru að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með kennurum sínum og hnattrænt jafnvægi er eitt af áherslumálum umhverfisnefndar skólans.