Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frábær útivistardagur

Mikið svakalega vorum við heppin með veður á útivistadegi Glerárskóla. Það var hvorki of heitt né of kalt. Sem sagt, fullkomið veður til að leika sér, ærslast pínu lítið og leggja af stað í leiðangra.
Krakkarnir á yngsta stigi héldu sig innan bæjarmarkanna. Fyrsti bekkur kannaði nágrenni Glerárskóla meðan annar bekkur skoðaði lystigarðinn eitt af krúnudjásnum bæjarins. Þriðji bekkur skoðaði hinar dulmögnuðu Krossanesborgir,  en sá fjórði fór upp í Naustaborgir.
Krakkarnir á miðstigi fóru í mikla göngu, löbbuðu upp í Fálkafell og þaðan í Gamla og enduðu í Kjarnaskógi þar sem þeir gæddu sér á grilluðum pylsum.
Á meðan þessu stóð gerðu nemendurnir á unglingastigi sér lítið fyrir og löbbuðu alla leið upp að Hraunsvatni. Allir stóðu sig eins og hetjur og komu brosandi heim.