Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frábær skóladagur að baki

Glerárvision, einn af hápunktum skólastarfsins í Glerárskóla ár hvert er að baki og tókst virkilega vel. Atriðin sem krakkarnir buðu upp á einkenndust af fagmennsku hvað varðar söng, dans og sviðsetningu. Hljóðvinnsla, lýsing og margvíslegt skipulag var í hönum nemenda sem allir stóðu sig með miklum sóma og fullyrða má að nemendur hafi notið dagsins og hreinlega blómstrað í sköpun sinni og skipulagsvinnu.

Þriggja manna dómnefnd skipuð Helgu Halldórsdóttur fyrrum deildarstjóra hér í Glerárskóla og tónlistarmönnunum Bjarka Guðmundssyni og Guðmundi Jónassyni. Dómnefndin fór lofsamlegum orðum um framlag keppenda og listrænan metnað krakkanna.

Nemendur í 9. AÝG báru sigur úr bítum með lagið Life is a Highway. 10. KJ var í öðru sæti með lagið Wannaby og 8. GHS var í þriðja sæti með lagið Texas Hold‘em.

Ekki er nokkur vafi á því að nemendur þroskast heilmikið við að taka að sér að skipuleggja verkefni eins og Glerárvision, æfa söng- og dansatriði og koma fram fyrir fullum sal af fólki.