Krakkarnir í öðrum bekk fóru niður í Sandgerðisbót í dag og fengu heldur betur góðar móttökur þar. Einni verbúðinni var lokið upp og þar fengu krakkarnir fræðslu um sjósóknina, fengu að skoða margt spennandi og fengu að naga dásamlegan harðfisk.
Síðan lá leiðin í Sílabás „baðströnd Glerárhverfis“ en þangað er alltaf gaman að koma og gleyma sér um stund við margvíslega leiki.