Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frábær dagur hjá öðrum bekk

Krakkarnir í öðrum bekk fóru niður í Sandgerðisbót í dag og fengu heldur betur góðar móttökur þar. Einni verbúðinni var lokið upp og þar fengu krakkarnir fræðslu um sjósóknina, fengu að skoða margt spennandi og fengu að naga dásamlegan harðfisk.
Síðan lá leiðin í Sílabás „baðströnd Glerárhverfis“ en þangað er alltaf gaman að koma og gleyma sér um stund við margvíslega leiki.