Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frábær árshátíðarvika að baki

Árshátíðarvika í Glerárskóla gekk með afbrigðum vel. Um 750 manns sóttu sýningarnar þrjár og nutu frumsaminna leikþátta, söngs og dans. Hápunktur dagskrárinnar var flutningur nemenda í níunda bekk á völdum atriðum söngleiksins Ávaxtakörfunnar en texta verksins samdi fyrrum nemandi skólans, Kristlaug María Sigurðardóttir (Kikka). Allir, nemendur, kennarar og starfsfólk Glerárskóla lögðu mikið á sig til þess að gera hátíðina sem glæsilegasta.

Í anda einkunnarorða Glerárskóla sem eru hugur, hönd og heilbrigði er í tengslum við árshátíðina efnt til ljóða- og myndlistasamkeppni meðal nemenda, auk þess sem þeir nemendur sem best hafa staðið sig í skólaíþróttum, hvað varðar virkni, áhuga og ástundun, færni, hegðun og samskipti eru heiðraðir.

Alls bárust 75 ljóð í ljóðakeppnina en ljóðskáld Glerárskóla í ár er Elena Soffía Ómarsdóttir, 10. bekk, fyrir ljóðið 2100. Ísabella Jóhannsdóttir, 7. bekk, var í öðru sæti með ljóðið Bláa kápan og í þriðja sæti var Ísar Óli Henrysson, 2. bekk.

Silja Huld Sigurðardóttir, 7. bekk, var valin myndlistarmaður Glerárskóla en fjöldi nemenda tók þátt í keppninni. Í örðu sæti var Hafrún Linda Guðmundsdóttir, 8. bekk og Guðbjörg Sóley Friðþórsdóttir, 7. bekk, hafnaði í því þriðja. Dómnefnd þótt ástæða til þess að bæta við sérstökum hvatningarverðlaunum sem Anton Árni Jensen í 1. bekk hlaut.

Auk þess að vera valin ljóðskáld skólans varð Elena Soffía Ómarsdóttir, 10. bekk, útnefnd íþróttastúlka Glerárskóla. Karen Hulda Hrafnsdóttir, 8. bekk, var í öðru sæti og Tinna Sverrisdóttir í því þriðja.

Íþróttapiltur Glerárskóla var valinn Ásbjörn Líndal Arnarson úr 9. bekk. Bessi Ólafsson, 10. bekk, var í öðru sæti og Sigurður Jökull Ingvason, 9. bekk, í því þriðja.

Hér má sjá myndband sem sýnir glaða, duglega og vinnusama nemendur leggja sig fram við undirbúning árshátíðarinnar þar sem allir skemmtu sér vel.