Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frábær árangur

Nemendur Glerárskóla tóku þátt í átakinu „Göngum í skólann“ sem haldið var fyrr í haust. Flestir stóðu sig afar vel og komu í skólann á vistvænan hátt; gangandi, hjólandi eða á hlaupahjóli.

Einn bekkur, 5 EGG, skaraði fram úr og raunar er ekki hægt að gera betur. Allir nemendur bekkjarins komu gangandi eða hjólandi í skólann alla þessa daga.

Þetta er til heilmikillar fyrirmyndar og fyrir afrekið fengu krakkarnir glæsilegan bikar til varðveislu fram á næsta haust. Reyndar var á þeim að heyra við verðlaunaafhendinguna í dag að þau ætli ekki að láta bikarinn af hendi, heldur koma í skólann á vistvænan hátt svo lengi sem þau verða í Glerárskóla.