Miðvikudaginn 11. október fór fram knattspyrnumót hjá unglingadeildum í grunnskólum Akureyrar. Það var haldið í Boganum. Nemendur Glerárskóla, ásamt íþróttakennurum, komu að skipulagningu mótsins og unnu að því . Gekk mjög vel og stúlkur í 10. bekk Glerárskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið í sínum flokki og drengirnir stóðu sig með prýði. Hér má sjá mynd af sigurvegurunum.