Í næstu viku hefst skráning vegna viðtalsdaga sem verða í Glerárskóla þriðjudaginn 25. og miðvikudaginn 26. janúar 2022. Mánudagurinn 24. janúar er skipulagsdagur og nemendur því í fríi.
Boðið verður upp á viðtöl við umsjónarkennara í skóla eða með fjarfundi og mæta nemendur með forráðamönnum í viðtölin hvort sem um er að ræða fund í skóla eða fjarfund. Viðtölin standa í um 20 mínútur en ef forráðamenn hafa sérstakar óskir, eru þeir beðnir að senda umsjónarkennurum tölvupóst þess efnis.
Mánudaginn 10 . janúar n.k. opnar skráning á InfoMentor fyrir forráðamenn sem eiga fleiri en 1 barn í skólanum. Frá 12. – 18. janúar fá síðan allir aðgang til að skrá viðtal. Þetta er gert svo þeir forráðamenn sem eiga fleiri en 1 barn í skólanum geti nýtt sér það að koma eingöngu eina ferð þennan dag eða vera í samfelldum rafrænum samtölum.
Þeir sem óska eftir að koma í skólann eru beðnir að skrá sig frekar þriðjudaginn 25. janúar en þeir sem óska eftir rafrænum samtölum eru beðnir að skrá sig frekar miðvikudaginn 26. janúar. Vinsamlegast virðið það.
Við komu í skólann verða forráðamenn og börn að spritta hendur og forráðamenn þurfa að vera með grímur. Einnig biðjum við alla fullorðna að virða 2 metra fjarlægðarmörk sem eru í gildi í samfélaginu. Í ljósi aðstæðna er ekki boðið upp á neinar veitingar þennan dag og óskum við eftir að forráðamenn og nemendur sem mæta í skólann fari beint í viðtal og síðan beint aftur út úr skólahúsnæðinu þegar því er lokið.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá umsjónarkennurum, ritara eða stjórnendum.
Viðtölin eru pöntuð á Mentor og hér er linkur á Youtube vídeó sem sýnir hvernig það er gert.
Þessi tilkynning er með fyrirvara um breytingar vegna aðstæðna í samfélaginu.