Leyfi og forföll
Stundvísi er mikilvæg. Nemandi sem kemur of seint truflar vinnufrið og spillir oft vinnugleði í bekknum sínum auk þess að sýna virðingarleysi við tíma annarra.
Tilkynna þarf veikindi eða önnur forföll eins fljótt og hægt er. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í skólann alla daga sem veikindi standa yfir; símleiðis eða í gegnum tölvu með því að nota Mentor eða á netfang skólans: glerarskoli@akureyri.is.
Sé ljóst að nemandinn verði veikur í fleiri daga, má skrá strax þá daga.
Þetta er gert til þess að fylgjast betur með skráningu / mætingu nemenda.
Í vondum veðrum og afleitri færð verða foreldrar að meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks að taka á móti nemendum. Skóla er ekki aflýst nema í verstu veðrum og þá gjarnan í öllum grunnskólum bæjarins og er það ávallt auglýst í útvarpi.
Bresti á vont veður meðan nemendur eru í skólanum eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þeir verði sóttir sem fyrst eftir að skóla lýkur (sjá heimasíðu skólans).
Foreldrar eru beðnir að snúa sér til umsjónarkennara með eins og tveggja daga leyfi fyrir nemendur en ef um þriggja daga leyfi eða lengra tímabil er að ræða þurfa forráðamenn að sækja um leyfi til skólastjórnenda á rafrænu formi sem finna má hér fyrir neðan.
Umsóknareyðublöð fyrir lengri leyfi er að finna hér.
Um þessi leyfi segir í 15. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008: “Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.”
Námsmat nemanda sem fær leyfi á prófdögum að vori byggir á umsögn kennara um námsárangur og námsferil á önninni.
Ítrekuð leyfi á starfstíma skóla eru óæskileg. Allar fjarvistir nemenda eru skráðar í upplýsingakerfi skólans Mentor.is.
Skráning í foreldraviðtöl
Viðtölin eru pöntuð í gegnum Mentor.is
Leiðbeiningar fyrir aðstandendur sem ætla að bóka viðtal hjá kennara.
Fyrir þá sem þurfa að fá nýtt aðgangsorð inn á Mentor, að þá er hér myndband sem sýnir hvernig það er gert.