Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Flottasta laufabrauð í heimi!

Glerárskóli verður jólalegri með hverjum deginum sem líður og samhliða námi og prófum sinna nemendur jólaundirbúningnum.

Núna í morgun stóðu nemendur á yngsta stigi í stórræðum. Það var nefnilega laufabrauðsdagur. Þá skáru nemendur út laufabrauð og lærðu ýmislegt um þessa gömlu og góðu hefð. Eftir að hafa pikkað laufabrauðið vel og vandlega fóru krakkarnir með kökurnar til steikingar. Gera má ráð fyrir að samtals hafi verið skornar um 120 laufbrauðskökur hjá okkur í morgun.

Það var til þess tekið hvað krakkarnir voru áhugasöm, stillt og prúðir. Margir nemendanna töldu þetta heimsins flottasta og besta laufabrauð.