Úrslit liggja fyrir í átakinu „Göngum í skólann.“ Átakinu er ætlað að hvetja til hreyfingar og krakkarnir voru hvattir til að ganga i skóla eða hjóla þá daga sem átakið stóð yfir.
Nemendur 9. bekkjar stóðu sig afskaplega vel en árangur þeirra var 91,6% sem er afar gott. Reyndar var árangur allra mjög góður því næstu bekkir sem á efir komu voru með árangur upp á 91,2%, 90,9% og 90,7%.
Af tillitssemi við starfsfólk skólans verður árangur þess í átakinu ekki gefinn upp, en við vonum að starfsfólkið standi sig betur á næsta ári.
Á meðfylgjandi mynd má sjá kampakátu sigurvegarana með verðlaunabikarinn sinn.