7. bekkur er að vinna verkefni um lífríkið í sjó.
Þau fóru niður á bryggja að veiða og svo fóru þau einnig í fjöruferð að skoða lífið þar. Veiðin var dræm enda nokkuð hvasst og erfitt að kasta út. Lífið í fjörunni var líka heldur dauft enda lítið kviknað eftir veturinn.
En ferðirnar voru báðar skemmtilegar og góður andi í hópnum.