Einu sinni í viku er á stundaskrá nemanda á miðstigi tími sem helgaður er hreyfingu og heilsu. Í dag nýtti sjöundi bekkur tímann sinn til þess að fara út á Þórsvöllinn og prófa frjálsar íþróttir. Leiðbeinendurnir voru ekki af verri endanum, fjórar stelpur úr bekknum sem æfa frjálsar íþróttir af kappi.
Þetta var jafningjafræðsla sem allir höfðu gaman af, leiðbeinendur jafnt sem nemendur!