Krakkarnir í frístund Glerárskóla fengu heldur betur skemmtilega heimsókn um daginn þegar leikari og tónlistarmaður komu í heimsókn og í farteskinu voru bæði hljóðfæri og leikmunir.
Um var að ræða heimsókn frá List fyrir alla sem er barnamenningarverkefni á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Verkefninu er ætlað og miða listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og krökkunum fannst gaman.
Krökkunum var boðið upp á verkið Björt í Sumarhúsum sem segir frá stelpu sem fer í sumarbústað með ömmu sinni og afa. Þar þarf hún heldur betur að nýta hugmyndaflugið því þar er hvorki rafmagn né netsamband. Hún þarf því að skemmta sér sjálf!