Gleðin réði sannarlega ríkjum í Hlíðarfjalli í morgun þar sem nemendur Glerárskóla skemmtu sér konunglega og nutu alls þess sem fjallið og snjórinn buðu upp á.
Reyndar var ansi kalt í morgun en það hlýnaði hratt þegar líða tók á morguninn og ekki var að sjá að kuldaboli væri að plaga nokkurn mann.
Krakkarnir völdu sér lyftur og brekkur við hæfi, nutu frelsisins og brunuðu niður brekkurnar á skíðum, brettum og sleðum.
Þetta var skemmtilegur dagur þar sem samvinna og vinarþel einkenndi hópinn. Með því að smella hér má sjá nokkrar myndir af kátum krökkum í fjallinu.