Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fjör á svellinu!

Krakkarnir í fyrsta bekk brostu út að eyrum í morgun þegar þeir skelltu sér á skauta með kennaranum sínum. Þau nutu þess að svífa á allt að því ógnarhraða um svellið. Gleðin og kátínan náðu hámarki þegar kveikt var á diskóljósunum og fjörið varð nánast að algleymi.

Sumir voru að stíga sín fyrstu skref á svellinu en styrkurinn kom fljótt, áræðin og kjarkurinn. Undir lokin þutu allir eftir ísnum, nánast eins og atvinnumenn.

Já, þetta var góður dagur og það allra besta er að fyrsti bekkur fer aftur á skauta í næstu viku!