Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fjarkennslan gengur vel

Að undanförnu hafa nemendur á unglingastigi verið í fjarnámi og það hefur gengið vel. Umsjónarkennarar allra bekkja á stigsins funduðu með nemendum sínum í morgun með fjarfundabúnaði og að sögn stigstjóra var góð mæting í öllum bekkjum. Hann sagði nemendur nálgast námið á þroskaðan hátt og þau nýta sér tæknina til að vinna saman og hjálpast að.

Vikuáætlun fyrir unglingastigið var sett inn á Mentor í dag. Nemendur hafa nokkuð frjálsar hendur með það hvenær þau leysa verkefnin sín, svo fremi sem þeim er skilað á réttum tíma.

Kennarar á unglingastigi fylgjast vel með nemendum sínum og eru í reglulegum samskiptum við þá og leiðbeina þeim og aðstoða eftir föngum.