Þá er hefðbundið skólastarf hafið að nýju eftir páskaleyfi og allir fullkomlega sáttir við það. Skólahaldinu fylgja margvísleg fundarstörf og sum þeirra heldur óvenjuleg, því hluti hópsins sem taka þátt í Fiðringi fyrir höld Glerárskóla fundaði í morgun og renndu sér nokkum sinnum í gegnum hluta atriðisins nemendurnir mæta með í keppnina.
Fiðringur er sem sagt ný hæfileikakeppni grunnskólanna á Akureyri og nágrenni sem verður haldin í fyrsta sinn þann 5. maí í Hofi en þá flytja nemendur frá átta grunnskólum sitt atriði.
Það verður gaman að fylgjast með krökkunum í Hofi.