Á morgun, þriðjudaginn 19. desember, er uppbrotsdagur í Glerárskóla og skólastarfi lýkur klukkan 12.00. Frístund er opin frá þeim tíma fyrir þau börn sem skráð hafa verði í vistun þann dag.
Uppbrotsdagurinn verður tileinkaður jólunum enda er óskað eftir því að nemendur, kennarar og allt starfsfólk mæti í jólapeysum eða með jólahúfu á morgun.
Krakkarnir á unglinga- og miðstigi grípa í spil, enda áratugalöng hefð fyrir því að slá í spil um jólin. Hér í skólanum er hefð fyrir því að spila félagsvist og það verður gert á morgun. Kennararnir hafa farið yfir sagnirnar og helstu reglur. Það verður því spilafjör á morgun.
Nemendur á yngsta stigi fá jólabíó í stofunum sínum á morgun og gera ótalmargt skemmtilegt sem tengist jólunum.
Nemendur á unglingastigi halda sín litu jól á þriðjudagskvöldið. Rútur fara frá Glerárskóla kl. 19.20. Að litlu jólunum loknum eru nemendur á unglingastigi komnir í jólafrí.
Litlu jólin hjá nemendum á yngsta- og miðstigi eru á miðvikudaginn. Nemendur í 1. – 4. bekk mæta í skólann klukkan 8:15 og eiga stund í skólastofunni sinni með kennaranum sínum áður en farið verður að dansa kringum jólatré.
Dagskráin er eins hjá 5. – 7. bekk. Nemendur mæta klukkan 9:00
fara í stofuna sína og síðan dansa allir kringum jólatré. Að loknum litlu jólunum eru nemendur komnir í jólafrí. Yngsta sig verður búið klukkan 9:45 en miðstigið klukkan 10:30.