Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fardagar?

Það er rétt eins nú standi yfir fardagar í Glerárskóla. Í morgun komu hingað námfúsir strákar úr leikskólanum Koti til að skoða aðstæður fyrir næsta haust en þá eiga þeir einmitt að hefja nám hér í Glerárskóla. Á þeim mátti helst heyra að þeir vildu helst byrja skólagönguna strax á morgun.

Á sama tíma fylgdust nemendur tíundabekkjar með kynningu á því sem í boði er fyrir þá í Verkmenntaskólanum á Akureyri næstu árin. Síðastliðin ár hefur nemendum í tíundabekk verið boðið í heimsókn í framhaldsskólanna hér í nágrenninu en það er ómögulegt um þessar mundir. Þess vegna koma fulltrúar skólanna til okkar. Auk Verkmenntaskólans koma fulltrúar Menntaskólans með kynningu og fulltrúar framhaldsskólanna á Laugum og Tröllaskaga.