Íbúarnir á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð voru ansi glaðir í morgun þegar þeim barst til eyra fallegur söngur fyrstu bekkinga úr Glerárskóla sem komnir voru til að gleðja á dimmum aðventumorgni. Gleðin var fölskvalaus, bæði hjá listamönnunum og áheyrendum.