Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Færðu skólastjóranum blóm

„Getum við fengið að hitta skólastjórann?“ spurðu nokkrar hnátur úr fyrsta bekk, sposkar á svip, þegar þær komu inn úr vel heppnaðri útikennslu. Ritari fylgdi þeim inn á skrifstofuna og þar færðist sólskinsbros yfir þær og feimnislega rétti sú sem fór fyrir hópnum Eyrúnu skólastjóra gullfallegan blómvönd en blómin tíndu þær sjálfar.

Það var greinilegt að þær höfðu lært sitthvað í útikennslunni því Eyrún fékk ljómandi góðan fyrirlestur um blóm og jurtir, þá sérstaklega leyndardóma hnappana sem eiga eftir að springa út og verða að fallegum blómum.

Eyrún þakkaði fyrir sig með stubbaknúsi og blómin eru komin í vasa þar sem þau fá vatn að drekka og lifa því áfram og gleðja.