Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Erfitt að taka manntal

Það var verulega erfitt fyrir marga kennara að taka nafnakall í morgun því við skólaborðin sátu margar torkennilegar verur. Sumar voru ógnvekjandi, aðrar fallegar og sakleysislegar. Það var nefnilegar búningadagur í skólanum öllum til mikillar ánægju.

Á morgun, þriðjudag, lítum við upp úr skólabókunum eina kennslustund og fylgjumst með Glerárvision sem í ár er með breyttu sniði vegna Covid-19. Bekkirnir fluttu atriði sitt fyrir framan myndavél og búið er að klippa herlengheitin saman og bekkir skólans horfa á, hver í sinni stofu.

Í tilefni dagsins mætum við öll í betri fötunum í skólann!

Hér má sjá nokkrar myndir af búningaglöðum krökkum.