Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Einn brúsi á mann

Í dag hófst umbúðalaus vika í Glerárskóla af því tilefni gaf Foreldrafélag skólans öllum nemendum vandaðan vatnsbrúsa að gjöf til að nota í skólanum. Umbúðalausa vikan var skipulögð af Umhverfisnefnd skólans en í henni eiga sæti fulltrúar nemenda úr öllum bekkjum skólans.

Markmið umbúðalausu vikunnar er meðal annars að vekja nemendur til umhugsunar um umbúðaflóðið í samfélaginu og hvað hver og einn getur gert til þess að draga úr umbúðanotkun.

Umbúðalausa vikan samræmis Grænfána verkefninu sem skólinn er hluti af og er einnig í anda umhverfisstefnu skólans um að efla vitund nemenda og starfsmanna skólans um umhverfismál og vekja til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð á umhverfinu.