Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Dýrðarinnar drottins dagur

Það má með sanni segja að útivistardagurinn okkar hafi gengið vel. Sól skeið í heiði og krakkarnir léku við „hvurn sinn fingur,“ eins og skáldið sagði.
Sporléttu unglingarnir okkar örkuðu upp Vaðlaheiðina, alla leið að Skólavörðunni og horfðu þaðan á spegilsléttan hafflötinn og sólbakaðan Eyjafjörðinn.
Nemendur á yngsta stigi könnuðu margir nærumhverfi skólans meðan aðrir skelltu sér upp á Harmarkotstún og sundlaugargarðinn.
Miðstigið fór í Krossanesborgir og naut hverrar mínútu í þeirri miklu náttúruperlu.
Svona dagar eru ómetanlegir og hrista hópinn vel saman fyrir veturinn.